Hoppa yfir valmynd
8. september 2023

Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna

Í sendiráðsbústaðnum í París hefur sýning þriggja íslenskra listakvenna „Trois artistes : un élément“ staðið yfir síðastliðin þrjú ár. Listakonurnar Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Guðrún Kristjánsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir taka þar fyrir frumefnið vatn í íslenskri náttúru og vekur sýningin jafnan mikinn áhuga og umræður gesta og gangandi.

Myndlistakonurnar þrjár tjá hugmyndina um vatn í ýmsum birtingaformum í verkunum sem eru til sýnis í sendiherrabústaðnum. Þýðing vatnsins fyrir Ísland, í stöðugri hringrás um eyjuna sem er umlukin Atlantshafinu, árnar, fossarnir, jöklarnir og hverir sem móta landslagið. Þá hafa verkin hugvekjandi áhrif um þýðingu vatns og afleiðingar loftslagsbreytinga á vatnafar, jöklana, hafið, lífríkið og náttúruna.

Í gær gafst loks tilefni til að fagna sýningunni í viðurvist Guðrúnar og Guðbjargar Lindar.

  • Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna  - mynd úr myndasafni númer 2
  • Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna  - mynd úr myndasafni númer 3
  • Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna  - mynd úr myndasafni númer 4
  • Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna  - mynd úr myndasafni númer 5
  • Opnun sýningar þriggja íslenskra listakvenna  - mynd úr myndasafni númer 6

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta