Hoppa yfir valmynd
2. júní 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Endurbætur á Hrafnistu

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lýsti ánægju með endurbætur á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík í ávarpi sem hún flutti við hátíðlega athöfn sem þar var haldin á sjómannadaginn við vígslu endurbótanna.

Á síðustu misserum hefur verið unnið að miklum endurbótum á húsnæði Hrafnistu, einstökum deildum, vistarverum heimilisfólks og sameiginlegu rými. Breytingum og endurbótum er ekki að fullu lokið og fyrir liggur framkvæmdaáætlun um næstu skref.

Ráðherra lýsti því hve breytingarnar fælu í sér mikla bragarbót fyrir aðstæður heimilismanna og einnig fyrir starfsfólk sem sinnir hjúkrun og umönnun og fyrir aðstandendur sem heimsækja fólkið sitt á Hrafnistu. Ráðherra sagði í ávarpi sínu að það væri víðar en á Hrafnistuheimilunum sem þörf væri á endurbótum. „Ég hef að undanförnu látið vinna úttekt á stöðu mála á öldrunarstofnunum um allt land og unnið er að framkvæmdaáætlun til að færa þessar stofnanir til nútímalegs horfs. Fyrir liggur að enn þurfa yfir 800 aldraðir á stofnunum að deila herbergjum með öðrum. Við svo búið má ekki standa og ég vil vinna hratt að breytingum á þessu, samhliða uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, þannig að við getum öll verið stolt af þessum þætti öldrunarþjónustunnar.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félags- og tryggingamálaráðherra við athöfnina



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta