Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023 fór fram mánudaginn 27. mars. Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu, s.s. verðbólguhorfur, stöðuna á fasteignamarkaðnum og krefjandi aðstæður til endurfjármögnunar á erlendum mörkuðum. Þá var nokkuð fjallað um fall banka í Bandaríkjunum og Evrópu og þær leiðir sem farnar voru til að taka á vanda þeirra. Eiginfjárstaða íslenska fjármálakerfisins er sterk og laust fé er umfram lágmörk Seðlabankans. Nýleg ákvörðun Seðlabankans um að hækka sveiflujöfnunarauka rennir enn styrkari stoðum undir eiginfjárstöðu bankanna.
Efnisorð