Hoppa yfir valmynd
29. desember 2017 Forsætisráðuneytið

Fjárframlag vegna bókagjafar til sænsku þjóðarinnar samþykkt á ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að styrkja bókagjöf til sænsku þjóðarinnar, í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar í janúar 2018, með 10 milljóna króna framlagi af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.
Forsetinn mun í heimsókninni færa sænsku þjóðinni að gjöf 4 - 500 eintök af heildarútgáfu Íslendingasagna og þátta á sænsku. Sambærilegar gjafir voru afhentar í tengslum við opinberar heimsóknir forseta Íslands til Danmerkur og Noregs fyrr á þessu ári.
Bókagjöfin verður afhent með viðhöfn í Uppsalakastala hinn 19. janúar nk. í viðurvist sænsku konungshjónanna og íslensku forsetahjónanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta