Hoppa yfir valmynd
12. maí 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ráðherra kynnir nýtt háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti á Nýsköpunarviku

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnir nýtt ráðuneyti í Grósku mánudaginn 16. maí klukkan 12:10. Gestir eru velkomnir í stóra salinn í Grósku þar sem kynningin fer fram. Að henni lokinni bjóða Blámi, Eimur og Orkídea í vetnisgrill í samstarfi við Nýsköpunarvikuna þar sem gestir geta smakkað ýmsar kræsingar. Einnig verður hægt að fylgjast með rafrænt í gegnum streymi. Kynningin er liður í þéttskipaðri og spennandi dagskrá Nýsköpunarvikunnar sem hefst á mánudag. Viðburðir á Nýsköpunarvikunni eru opnir öllum.

Sýn ráðherra er að hugvitið verði í fyllingu tímans stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og með því skapist aukin lífsgæði og fleiri tækifæri.

Hugvit og þekking er ótakmörkuð auðlind sem nauðsynlegt er að virkja til að skapa fleiri verðmæt og skapandi störf. Íslendingar þekkja það vel þegar fiskimiðin bregðast, náttúruöfl herja á landbúnað, álverð hrynur á heimsmarkaði og heimsfaraldur kippir stoðum undan ferðaþjónustunni. Besta leiðin til að draga úr hagsveiflum er að efnahagslífið byggi í auknum mæli á auðlindum sem eru hvorki takmarkaðar né háðar utanaðkomandi aðstæðum og sveiflum.

Á kynningunni mun ráðherra kynna áherslur nýs ráðuneytis og fjalla um mikilvægi tengingar háskóla, atvinnulífs, nýsköpunar, rannsókna, vísinda og fjarskipta til að stuðla að því að á Íslandi búi fólk við ein bestu lífskjör í heimi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta