Hoppa yfir valmynd
10. maí 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Undirritun samstarfssamnings milli Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands á ársfundi sjúkrahússins 10. maí 2001

Ávarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóns Kristjánssonar:



Ágætu ársfundargestir, menntamálaráðherra og rektor Háskóla Íslands.
Það er einstaklega ánægjulegt að vera með ykkur hér og taka þátt í undirritun þessa samkomulags Landsspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands.

Hér hafa tvær af mikilvægustu stofnunun samfélagsins komið sér saman um fyrirkomulag samskipta sinna og skilgreint hlutverk sín, sem hafa ekki verið eins skýr og vel skilgreind og æskilegt var. Það er mér mikið fagnaðarefni að Landspítalinn og Háskólinn, og forystumenn þessara stofnana skuli hafa sýnt þann styrk að gera þetta sjálfir.

Samstarf Landspítalans og Háskólans er jafn mikilvægt og það er flókið. Það er mikilvægt fyrir rannsóknir, þjálfun og þekkingaröflun, og það er mikilvægara fyrir sjúklinga og framþróun vísindastarfs í landinu en menn gera sér almennt grein fyrir. Sú góða heilbrigðisþjónustua, sem við veitum, hvílir í raun og veru á samstarfi, og samvinnu þessara stofnana.

Samstarfssamningurinn tekur á þeim þáttum sem skipta máli í kennslu, rannsóknum og uppbyggingu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Því er það von mín að samningurinn hvetji til dáða á þessu sviði vísindanna, að tengja rannsóknir og reynslu enn betur saman til þess fyrst og fremst að þjóna sjúklingum, en því til viðbótar minni ég á að svona samstarf getur verið forsenda til landvinninga á því sviði atvinnnulífsins sem kallað er heilbrigðistækni og er ört vaxandi atvinnugrein.

Ég er sannfærður um að samstarfssamningurinn sé til góðs og mér finnst ástæða til að óska þessum heiðursmönnum, forstjóra og rektor, til hamingju með árangurinn. Þið hafið unnið gott dagsverk.


Talað orð gildir




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta