Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að reglugerð á sviði opinberra innkaupa birt til umsagnar

Í nýlegum lögum um opinber innkaup er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli setja reglugerð þar sem mælt er fyrir um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Þetta er til samræmis við skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði opinberra innkaupa samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum milliríkjasamningum. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið nánar á um hvaða starfsemi fellur þar undir, gildissvið, viðmiðunarfjárhæðir, innkaupaferli, útboðsgögn, val á þátttakanda og framkvæmd samnings vegna slíkra innkaupa.

Ráðuneytið hefur útbúið drög að reglugerð vegna innleiðingar á Evróputilskipun nr. 2014/25/EB frá 26. febrúar 2014 um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, eins og hún var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016 frá 29. apríl 2016.

Áhugasömum aðilum er hér með gefinn kostur á að skila inn umsögnum um reglugerðardrögin. Að samráðsferli loknu verður reglugerðin fullunnin að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem berast.

Þess má geta að ákvæði XI. og XII. kafla laga um opinber innkaup er varða kærunefnd útboðsmála o.fl. gilda jafnframt um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu sem eru yfir viðmiðunarfjárhæðum reglugerðar sem ráðherra setur um innkaup aðila á þessu sviði.

 

 

 

Umsagnarfrestur er til og með 3. mars. 2017.

Umsagnir og athugasemdir skulu berast ráðuneytinu á: [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta