Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Samkvæmt lögum nr. 4/2010 um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal svo fljótt sem kostur er og eigi síðar en fyrsta laugardag í mars 2010 fara fram, í samræmi við 26. gr. stjórnarskrárinnar, almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðargildi laga nr. 1/2010. Dómsmálaráðherra tekur ákvörðun um dagsetningu atkvæðagreiðslunnar i samráð við landskjörstjórn.

Um kosningarrétt og kjörskrár til afnota í þjóðaratkvðagreiðslu fer á sama hátt og við alþingiskosningar. Kjörskrár skulu þó miðaðar við íbúaskrá þjóðaskrár þremur vikum fyrir kjördag og skulu liggja frammi hjá sveitarstjórnum í heila viku fyrir kjördag. Meiri hluti atkvæða á landinu öllu ræður niðurstöðu atkvæagreiðslunnar.

Í lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar segir að á kjörseðli skuli koma fram eftirfarandi:
Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi? Á kjörseðli skulu gefnir tveir möguleikar á svari, þ.e. Já, þau eiga að halda gildi og Nei, þau eiga að falla úr gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta