Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Efling heilsugæslunnar – drög að skýrslu kynnt

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra skipaði 2. mars 2010 nefnd til þess að leggja fram tillögur um hvernig unnt verði að efla stöðu heilsugæslunnar og tryggja að landsmenn geti búið við sem jafnasta kosti í heilsufarslegum efnum.

Í skipunarbréfi nefndarinnar óskar heilbrigðisráðherra m.a. eftir tillögum um á hvern hátt unnt sé að innleiða tilvísunarskyldu í heilbrigðisþjónustu. Einnig er farið þess á leit við nefndina að hún geri tillögur um önnur atriði er tengjast heilsugæslu, svo sem forvarnir, fræðslu, kennslu, heilsugæslu í skólum, barnalækningar, tannvernd, tannlæknisþjónustu og læknavaktina.

Nefnd heilbrigðisráðherra um eflingu heilsugæslunnar var ætlað að skila fyrstu tillögum sínum 1.júní 2010. Verkið reyndist hins vegar töluvert umfangsmeira en ráð var fyrir gert. Heilbrigðisráðherra óskaði því eftir að áfangaskýrslan verði birt á heimasíðu ráðuneytisins til þess að upplýsa um gang nefndarstarfsins og fá fram ábendingar almennings um ýmis þau mál sem eru til umræðu í nefndinni.

Nefndin mun vinna áfram að lokaútgáfu skýrslunnar.

Öllum gefst kostur á að gera athugasemdir við skýrsludrögin. Athugasemdir ber að senda á póstfang heilbrigðisráðuneytisins: [email protected]

Einnig má senda athugasemdir til heilbrigðisráðuneytisins Vegmúla 3, 150 Reykjavík.

Áfangaskýrsla um eflingu heilsugæslunnar (drög á pdf formi 771 KB)

Frestur til þess að skila inn athugasemdum vegna skýrsludraganna rennur út 23. september næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta