Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um frumhönnun nýs Landspítala

Samninginn undirrituðu Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf., og Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður SPITAL hópsins
Samninginn undirrituðu Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf., og Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður SPITAL hópsins

Samkomulag um frumhönnun og gerð útboðsgagna milli SPITAL hópsins, sem í sumar bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala og hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf., var undirritað í dag.

Samkomulagið var undirritað að viðstöddum heilbrigðisráðherra, rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans.

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sagði við undirritunina að hún fagnaði þessum áfanga í byggingu nýja spítalans. Ráðherra minnti á að fyrir tæpu ári hefði verið undirrituð viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og tuttugu lífeyrissjóða um samstarf vegna undirbúnings byggingar nýs Landspítala.  Samstarf við lífeyrissjóðina hefði gert það kleift að ráðast í þessa metnaðarfullu framkvæmd, þrátt fyrir þær þröngu efnahagsaðstæður sem nú væru uppi.

Samkomulagið sem undirritað var í dag tekur til deiliskipulags af Landspítalalóðinni, ásamt umhverfismati áætlana og frumhönnun nýbygginga samkvæmt vinningstillögu SPITAL í hönnunarsamkeppninni – og nær frumhönnunin til meðferðarkjarna, rannsóknastofuhúss, sjúkrahótels, háskólabygginga og bílastæðahúss. Þá tekur samkomulagið einnig til tenginga nýbygginga við eldri byggingar með undirgöngum og brúm, bæði fyrir umferð og flutninga, sem og til grunnuppbyggingar tæknikerfa samkvæmt gildandi kröfum og tenginga nýrra og eldri kerfa. Jafnframt tekur samkomulagið til gerðar arkitekta- og verkfræðiþátta í útboðsgögnum fyrir alútboð og verklýsingar sem er nægjanlega langt unnin fyrir slíkt alútboð.

Frétt á vefsíðu um nýtt háskólasjúkrahús

Frá undirritun samningsins

Samninginn undirrituðu Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf., og Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður SPITAL hópsins. Vottar að undirskrift voru Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Björn Zoëga forstjóri Landspítala og Halldóra Bragadóttir og Páll Gunnlaugsson, fulltrúar SPITAL

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta