Markvissari heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisráðuneytið og hópur vísindamanna við Háskóla Íslands, Landspítalann, Háskólann í Árósum og Háskólann í Reykjavík ætla að að hefja samstarf um verkefni í upplýsingatækni til að gera heilbrigðisþjónustu markvissari og ódýrari. Yfirlýsing um samstarfið hefur verið undirrituð.
Verkefnið felst í þróun hugbúnaðar til að meta áhættu við langvinna sjúkdóma. Þessi hugbúnaður reiknar út þörf á reglubundnu eftirliti eða skimun vegna þeirra.
Heilbrigðisráðuneytið mun beita sér fyrri samstarfi við vísindamennina um þróun og notkun á klínískum upplýsingum og upplýsingatækni til að meta áhættustig hvers einstaklings. Áhættumatið gæti reynst grundvöllur að nákvæmara mati á einstaklingsbundinni þörf sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu, betri stýringu á þeirri þjónustu sem veitt er og jafnframt aukið öryggi og árangur við meðferð.