Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja fundaði með menningarmálaráðherra Eistlands

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Tiit Terik, menningarmálaráðherra Eistlands, áttu fund í Feneyjum. Fundurinn var hluti af ferð ráðherra á alþjóðlegu listahátíðina Feneyjatvíæringinn 2022 þar sem Ísland tekur þátt á ásamt 57 öðrum þjóðlöndum.

Fundurinn var haldinn í tilefni af sameiginlegu útgáfuhófi tímaritsins Myndlist á Íslandi og tímarits um eistneska myndlist.


Ræddu ráðherrarnir meðal annars um aukna samvinnu ríkjanna á sviði menningarmála og mikilvægi þess að fjárfesta í menningu. Fór Lilja meðal annars yfir nýlegar breytingar á Stjórnarráði Íslands og þau tækifæri til verðmætasköpunar sem felast í samþættingu menningar-, viðskipta-, og ferðamála í einu og sama ráðuneytinu. Þá voru málefni Úkraínu einnig rædd og voru ráðherrarnir sammála um mikilvægi þess að standa áfram þétt við bakið á landinu. 

Tiit Terik gegnir einnig embættum formanns borgarráðs Tallinn og formanns sambands eistneskra sveitarfélaga. Ásamt því er hann ábyrgur fyrir innflytjendamálum í ríkisstjórn Eistlands. Líkt og hér á landi hefur orðið mikil fjölgun á innflytjendum og sagði hann meðal annars frá áherslu eistneskra stjórnvalda um að styrkja tungumálakennslu til að fjölga tækifærum innflytjenda. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta