Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2013 Innviðaráðuneytið

Ráðstefnur innanríkisráðuneytisins um lýðræði aðgengilegar á vefnum netsamfelag.is

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra opnaði í dag formlega aðgang að efni frá ráðstefnum innanríkisráðuneytisins um lýðræðismál á vefnum netsamfelag.is sem upplýsinga- og fjölmiðladeild Flensborgarskóla rekur. Athöfnin fór fram í matsal skólans að viðstöddum nemendum og gestum.

Innanríkisráðherra kynnti sér vefinn netsamfelag.is hjá Flensborgarskóla í dag.
Innanríkisráðherra kynnti sér vefinn netsamfelag.is hjá Flensborgarskóla í dag.

Innanríkisráðuneytið og Flensborgarskóli hafa gert með sér samning um vistun á efni frá ráðstefnum ráðuneytisins um lýðræðismál. Fyrri ráðstefnan fór fram í september 2011 og sú síðari í september í fyrra og má sjá efni þeirra á vefsvæðinu undir hlekknum lýðræði til hægri á forsíðunni en heiti ráðstefnanna var beint lýðræði og lýðræði á 21. öld.

Innanríkisráðherra kynnti sér vefinn netsamfelag.is hjá Flensborgarskóla í dag.

Meðal gesta voru auk fulltrúa innanríkisráðuneytis fullrúar Þjóðskrár Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og félagasamtaka sem hafa átt í samstarfi við hinn nýja vef. Einar Birgir Steinþórsson, skólastjóri Flensborgarskóla, og Halldór Árni Sveinsson, fagstjóri upplýsinga- og fjölmiðladeildarinnar, buðu gesti velkomna og Halldór Árni sagði frá vefnum netsamfelag.is og tilurð hans.

Fjölmiðladeild Flensborgarskóla sér um vefinn netsamfelag.is.Netsamfelag.is er frétta- og upplýsingvefur og er systurvefur gaflara.is. Hugmyndin er sú að á vefnum netsamfelag.is sé að finna upplýsingar um ýmislegt á sviði menningar, lista, félagsstarfs, fræða, mannlífs og mannfagnaða í hinum ýmsu sveitarfélögum landsins auk þess sem sjónum er beint að viðfangsefnum sveitarsjórnanna sjálfra. Að efnisöflun standa nemendur á sérsviði fjölmiðlatækni ásamt kennurum sem ritstýra vefnum, sem auk þess hönnuðu útlit hans. Að auki rekur deildin Útvarp Hafnarfjörð FM 97,2, Sjónvarp Hafnarfjörð og í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ Vefveitu Hafnarfjarðar á vef bæjarins, hafnarfjordur.is.

Ögmundur Jónasson sagði einnig nokkur orð við athöfnina og minnti á þýðingu hins rafræna umhverfis í nútíma þjóðfélagi. Einnig tilkynnti hann um styrk frá ráðuneytinu til skólans vegna starfsemi upplýsinga- og fjölmiðladeildarinnar. Í framhaldinu kynnti hann sér starfsemi deildarinnar.

Innanríkisráðherra kynnti sér vefinn netsamfelag.is hjá Flensborgarskóla í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta