Hoppa yfir valmynd
14. mars 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kallað eftir samráði um eflingu þekkingarsamfélags á Íslandi

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025 hefur verið birt í Samráðsgátt. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hvetur öll áhugasöm til að láta sig málið varða. Umsagnarfrestur er til og með 20. mars.

 

 

 

Stefna um þekkingarsamfélag á Íslandi byggir á sýn um að lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi sé að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Í því felst að hægt sé að vaxa úr sveiflukenndu efnahagsástandi með því að beina sjónum á alþjóðageirann, en honum tilheyra öll fyrirtæki sem fá útflutningstekjur sem byggja á öðru en okkar takmörkuðu auðlindum. Forsenda slíks vaxtar eru breyttar áherslur í menntakerfinu, í vísindum, nýsköpun, sjálfbærum þekkingariðnaði, upplýsingatækni, gervigreind, öflugum fjarskiptum og netöryggi. Með því að virkja hugvitið skapast aðstæður fyrir innlenda og alþjóðlega sérfræðinga í ný og áhugaverð störf í þekkingariðnaði á Íslandi. 

Stefnumótandi aðgerðum um eflingu þekkingarsamfélags á Íslandi er ætlað að leysa úr læðingi þá krafta sem myndast við samþættingu hugmynda og hreyfiafls í málaflokkum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Með þessum kröftum gefst tækifæri til að skapa ný störf og ný tækifæri, auka vöxt og verðmætasköpun íslensks atvinnulífs og bætt lífsgæði þjóðarinnar til lengri tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta