Hoppa yfir valmynd
4. september 2019

Sendiherra norðurslóða heimsækir Japan

Einar Gunnarsson, sendiherra norðurslóða og formaður embættismanna Norðurskautsráðsins hefur í vikunni fundað með samstarfsaðilum Íslands um norðurslóðamál í Japan. Sendiherra fundaði m.a. með Mari Miyoshi, nýjum sendiherra Japan um norðurslóðamál, Shunichi Suzuki, ráðherra Ólympíumála og forsvarsmanni norðurslóðahóps japanskra þingmanna LDP þingflokksins, Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu og JICA, japönsku þróunarstofnunarinnar.

Sendiherra Íslands í Japan Elín Flygenring opnaði í gær málstofu um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem haldin var í sendiráði Íslands í Japan, þar sem sendiherra norðurslóða talaði fyrir fullu húsi.

Í formennskutíð Íslands í Norðurskautsráðinu (2019-2021) verður byggt á því góða starfi sem unnið hefur verið á vettvangi Norðurskautsráðsins á liðnum árum. Margvíslegum verkefnum vinnuhópanna verður haldið áfram. Auk þess verða ný verkefni kynnt til sögunnar en í starfsáætlun ráðsins fyrir tímabilið 2019-2021 eru talin upp hátt í hundrað verkefni.

Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi beinir íslenska formennskan kastljósinu sérstaklega að þremur áherslusviðum: málefnum hafsins, loftslagsmálum og endurnýjanlegri orku, og fólkinu á norðurslóðum. Auk þess leitast Ísland við að styrkja starfsemi Norðurskautsráðsins enn frekar, jafnt inn á við sem út á við.

Á næsta ári munu Íslands og Japan sameiginlega standa fyrir ráðherrafundi um vísindi á norðurslóðum í Tókýó.

Meira um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hér:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/nordurslodir/

 

  • Sendiherra norðurslóða heimsækir Japan - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sendiherra norðurslóða heimsækir Japan - mynd úr myndasafni númer 2
  • Sendiherra norðurslóða heimsækir Japan - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta