Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts.

[…]
[…]
[…]


Reykjavík 18. apríl 2013
Tilv.: FJR13040084/16.2.5

Efni: Kæra á ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Ráðuneytið vísar til bréfs yðar, dags. 27. febrúar sl., sem varðar beiðni yðar um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu við byggingu hestshúss. Í bréfinu kemur fram að þér teljið eðlilegt að eigendur/byggjendur hesthúsa sitji við sama borð gagnvart endurgreiðslum og eigendur/byggjendur frístundahúsa. Ráðuneytið lítur svo á að um sé að ræða kæru á ákvörðun ríkisskattstjóra.

Með bréfinu fylgdi afrit ákvörðunar ríkisskattstjóra, dags. 19. febrúar sl., um synjun á endurgreiðslubeiðni yðar. Synjun ríkisskattstjóra byggir á því að lagaheimild skorti til að endurgreiða virðisaukaskatt af aðkeyptri vinnu viðgerða við hesthús, sbr. ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 10/2009, með síðari breytingum, og reglugerð 440/2009, um tímabundna aukna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði auk annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga.

Með lögum nr. 10/2009 var lögfest tímabundið bráðabirgðaákvæði við lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, þar endurgreiðslur virðisaukaskatts af vinnu við byggingar og viðgerðir við íbúðarhúsnæði voru hækkaðar úr 60% í 100%. Jafnframt var ákvæðið rýmkað þannig að það næði einnig til bygginga og viðgerða við frístundahúsnæði. Með reglugerð nr. 440/2009 er nánar tilgreint við hvað er átt með frístundahúsnæði. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar er með frístundahúsnæði átt við frístundahúsnæði eins og það er skilgreint í 2. gr. laga nr. 75/2008, um frístundahús, enda sé það skráð sem frístundahús hjá Fasteignaskrá Íslands.


Endurgreiðslubeiðni yðar lýtur að viðgerð við lagnir í fasteign að […], […]. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er notkun eignarinnar skráð hesthús. Með vísan til þess að lagaheimild skortir til að verða við endurgreiðslubeiðni yðar er synjun ríkisskattstjóra staðfest.

Úrskurðarorð:
Ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við viðgerð við hesthús er staðfest.



Fyrir hönd ráðherra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta