Hoppa yfir valmynd
10. mars 2020

Áhrif og samstarf smáríkja innan alþjóðastofnana rædd á hádegisverðarfundi

Sendiherrar smáríkja í OECD komu saman til hádegisverðar í boði Kristjáns Andra Stefánssonar sendiherra og fastafulltrúa Íslands gagnvart OECD í sendiherrabústað Íslands í París í dag. Í hádegisverðinum flutti prófessor Baldur Þórhallsson erindi um áhrif og samstarf smáríkja innan alþjóðastofnana.

Baldur ræddi áskoranir smáríkja og leiðir til að hafa aukin áhrif innan alþjóðastofnana, en hann er stofnandi og rannsóknarstjóri Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Um þetta sagði Baldur m.a.: ,,Smáríki geta haft áhrif innan alþjóðastofnana ef þau beita vissum aðferðum eins og forgangsröðun, hafa yfirgripsmikla þekkingu á þeim viðfangsefnum sem eru til umræðu og gera sem mest úr eiginleikum lítillar stjórnsýslu eins og viðbragðsflýti, sveigjanleika, óformlegum vinnubrögðum og svigrúmi embættismanna til að láta til sín taka. Ef þau tengja þetta síðan við jákvæða ímynd sína í málaflokknum sem er til umræðu og hafa pólitískan vilja til að fylgja málinu eftir á alþjóðavettvangi geta þau í samstarfi við aðra haft þó nokkuð að segja."

Góður rómur var gerður að máli Baldurs og sköpuðust um það líflegar umræður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta