Hoppa yfir valmynd
13. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 13. mars 2012

Fundargerð 63. fundar, haldinn hjá Öryrkjabandalagi Íslands, Hátúni 10, þriðjudaginn 13. mars 2012, kl. 14.00–16.00. 

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, varamaður Ástu Sigrúnar Helgadóttur, umboðsmanns skuldara, Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Fanney Karlsdóttir, varamaður Kristjáns Sturlusonar, tiln. af Rauða krossi Íslands, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir og Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Gyða Hjartardóttir og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hugrún Jóhannesdóttir, varamaður Gissurar Péturssonar, tiln. af Vinnumálastofnun, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Þórhildur Þorleifsdóttir án tiln., Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum, og Ingibjörg Broddadóttir.

Einnig sátu fundinn Sigurjón Unnar Sveinsson, frá Öryrkjabandalagi Íslands, og Árni Gunnarsson, formaður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar.

1. Staða vinnu við endurskoðun laga um almannatryggingar

Lára Björnsdóttir greindi í upphafi frá því að þessi og næsti fundur yrðu helgaðir lífeyrismálum. Hún bauð Árna Gunnarsson velkominn og gaf honum orðið. Árni nefndi erindi sitt: Nokkrar hugleiðingar um almannatryggingar:

Árni greindi frá erindisbréfi nefndarinnar en þar kemur fram að nefndinni sé falið að vinna að endurskoðun laganna á grunni núgildandi tryggingakerfis, sem er tveggja stoða kerfi þar sem einstaklingar á vinnumarkaði greiða í lífeyrissjóð og safna réttindum en almannatryggingakerfið veitir lágmarksvernd. Enn fremur hefur nefndin það að markmiði að gera almannatryggingakerfið einfaldara og réttlátara og koma veg fyrir víxlverkanir. Nefndin hefur það að leiðarljósi að borgararnir njóti lágmarksréttindaverndar vegna elli og örorku.

Miklar umræður hófust í framhaldi af erindi Árna.

2. Fundargerðir

Fundargerð 62. fundar var samþykkt.

3. Önnur mál

Suðurnesjavaktin hefur boðið stýrihópi velferðarvaktarinnar í heimsókn og var samþykkt að þiggja boðið í því formi að vaktin myndi halda einn fund á Suðurnesjum sameiginlega með Suðurnesjavaktinni.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta