Hoppa yfir valmynd
22. desember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Upplýsingar um ÍL-sjóð

Í skýrslu ráðherra til Alþingis frá október 2022 um stöðu ÍL-sjóðs var upplýst að ef tekin yrði ákvörðun um að selja eignir sjóðsins þyrfti að huga að áhrifum þess á fjármálastöðugleika. Um væri að ræða verulegar fjárhæðir sem gætu haft áhrif á verðlagningu á verðbréfamarkaði. Í minnisblaði Seðlabanka Íslands frá 1. desember sl., sem tekið var saman að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, er tekið undir þessi sjónarmið. Útlistað er í minnisblaðinu að sala eigna ÍL-sjóðs á skömmum tíma sé til þess fallin að hafa ruðningsáhrif á innlendum fjármála- og eignamörkuðum. Þar segir jafnframt að afleiðingar slíkrar sölu gætu verið m.a. hækkun ávöxtunarkrafna, lækkun eignaverðs og neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Vandi sem snýr að verðbréfasjóðum og vakin er athygli á í minnisblaðinu var að mestu leystur með útboði ÍL-sjóðs þann 8. desember sl.

Í febrúar 2024 er síðasta afborgun af HFF24 flokknum. Samkvæmt upplýsingum frá ÍL-sjóði munu fagfjárfestar eiga um 99% af heildarskuldum sjóðsins þegar sú afborgun hefur verið greidd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta