Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2006 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 65,7 milljarða króna innan ársins, sem er 33,7 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust tæpum 40 milljörðum hærri en í fyrra, ef undanskildar eru tekjur vegna sölunnar á Landssímanum hf., á meðan gjöldin hækka um rúma 6 milljarða milli ára.

 Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–desember

(Í milljónum króna)

 

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

233.762

259.783

280.696

399.289

381.336

Greidd gjöld

246.810

268.714

280.382

308.382

314.716

Tekjujöfnuður

-13.048

-8.931

315

90.905

66.619

Söluhagn. af hlutabréfum og eignarhlutum

-3.252

-10.177

-

-57.605

-384

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

1.688

9.836

-607

-1.286

-516

Handbært fé frá rekstri

-14.612

-9.272

-292

32.014

65.719

Fjármunahreyfingar

10.478

21.115

22.700

49.874

-91.154

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-4.134

11.843

22.408

81.888

-25.435

Afborganir lána

-32.298

-30.702

-32.477

-62.305

-46.097

   Innanlands

-12.217

-18.252

-7.291

-14.596

-23.223

   Erlendis

-20.081

-12.450

-25.186

-47.709

-22.873

Greiðslur til LSR og LH

-9.000

-7.500

-7.500

-5.482

-4.000

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-45.432

-26.359

-17.569

14.101

-75.531

Lántökur

42.914

24.749

25.867

10.234

115.713

   Innanlands

12.361

28.334

9.740

10.234

25.892

   Erlendis

30.553

-3.584

16.127

-

89.821

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

-2.518

-1.610

8.298

24.335

40.182

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 381 ma.kr. á árinu 2006. Á árinu 2005 voru tekjurnar 399 ma.kr. en sé 57 ma.kr. söluhagnaðurinn af Landssímanum undanskilinn voru þær 342 ma.kr. og jukust um 39 ma.kr. milli ára eða 11,3%. Aukningin verður 10,4% ef einnig er leiðrétt fyrir tilfærslu á innheimtum tekjuskatti lögaðila um sl. áramót. Þannig leiðrétt jukust skatttekjur og tryggingagjöld um 11,5% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 6,8% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 4,4%.

Innheimta skatta á tekjur og hagnað nam 126 ma.kr. og jókst um 25 ma.kr. frá síðasta ári, eða 24,5%. Tekjuskattur einstaklinga var 78 ma.kr. og jókst um 13,3% en lögaðilar greiddu 31 ma.kr. sem er 82,8% aukning (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu). Innheimtur fjár­magns­tekjuskattur nam 16,6 ma.kr. og dróst saman um 1,8% milli ára, en fjármagnstekjuskattur vegna sölu Landssímans myndaði 5,6 ma.kr. tekjur fyrir ríkissjóð í september í fyrra. Sé litið fram hjá þeim eina lið jókst fjármagnstekjuskattur á tímabilinu um 46,8% milli ára. Innheimt tryggingagjöld jukust um 15,4% milli ára, eða 5,4% umfram hækkun launavísitölu á sama tíma. Inn­heimta eignarskatta nam 9 ma.kr. sem er 38% minna en á sama tímabili í fyrra. Að mestu eru þetta stimpilgjöld eða 7 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur dregist saman um 21% frá fyrra ári, meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.

Innheimta almennra veltuskatta nam 176 ma.kr. á síðasta ári og jókst um 9,0% að nafnvirði frá fyrra ári eða 4,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti jukust um 10,1% sem jafngildir 3,2% raunaukningu. Vegna laga­breytingar í upphafi ársins sem fól í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutnings­gjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Sé horft á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánaða kemur fram raunvöxtur tekna af sköttum sem lagðir eru á vöru og þjónustu náði hámarki í árslok 2005 en á þessu ári hefur hægt jafnt og þétt á vextinum. Aðrir veltuskattar en virðisaukaskattur nema um þriðjungi af veltusköttum í heild. Þessir skattar hafa dregist saman að raunvirði á síðustu mánuðum, og er þá miðað við hreyfanlegt meðaltal yfir nokkra mánuði.

Tekjur ríkissjóðs janúar–desember 2006

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

260.736

314.820

354.209

 

13,0

20,7

12,5

Skattar á tekjur og hagnað

82.518

101.341

126.192

 

10,5

22,8

24,5

Tekjuskattur einstaklinga

62.621

69.056

78.228

 

11,6

10,3

13,3

Tekjuskattur lögaðila

10.922

15.384

31.369

 

8,3

40,9

103,9

Skattur á fjármagnstekjur

8.975

16.901

16.595

 

5,5

88,3

-1,8

Eignarskattar

12.046

14.906

9.172

 

37,4

23,7

-38,5

Skattar á vöru og þjónustu

133.921

161.210

175.692

 

13,0

20,4

9,0

Virðisaukaskattur

91.098

111.205

122.400

 

13,5

22,1

10,1

Vörugjöld af ökutækjum

6.074

10.250

10.230

 

37,4

68,8

-0,2

Vörugjöld af bensíni

8.320

8.783

8.995

 

11,5

5,6

2,4

Skattar á olíu

5.825

4.015

6.553

 

17,5

-31,1

63,2

Áfengisgjald og tóbaksgjald

10.217

10.560

11.371

 

3,3

3,4

7,7

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

12.386

16.397

16.142

 

7,4

32,4

-1,6

Tollar og aðflutningsgjöld

3.052

3.474

4.170

 

16,0

13,8

20,0

Aðrir skattar

1.448

1.641

1.758

 

.

13,3

7,2

Tryggingagjöld

27.751

32.249

37.226

 

10,2

16,2

15,4

Fjárframlög

700

760

1.668

 

-50,2

8,6

119,6

Aðrar tekjur

18.804

25.189

24.506

 

16,7

34,0

-2,7

Sala eigna

456

58.519

953

 

-

-

-

Tekjur alls

280.696

399.288

381.336

 

8,1

42,2

-4,5



 

Greidd gjöld nema 314,7 milljörðum króna og hækka um 6,3 milljarða frá fyrra ári. Frávik eru meiri á einstökum liðum. Vaxtagreiðslur lækka um 7,8 milljarða, einkum vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á innlausn í apríl 2005. Þá lækkar greiddur fjármagnstekjuskattur um 5,8 milljarða milli ára vegna sölu hlutabréfa ríkisjóðs í Landssímanum hf. í fyrra. Að vaxtagreiðslum og fjármagnstekjuskatti undanskildum hækka gjöldin um 20 milljarða eða 7%. Þar munar mest um 6,7 milljarða hækkun heilbrigðismála og 4,4 milljaðra til almannatrygginga- og velferðarmála. Þá hækka greiðslur til almennar opinberrar þjónustu um 3,9 milljarða og til menntamála um 3,2 milljarða.

Gjöld ríkissjóðs janúar–desember 2006

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

45.933

59.009

49.295

 

28,5

-16,5

Þar af vaxtagreiðslur

14.152

13.420

9.884

 

-5,2

-26,3

Heilbrigðismál

74.261

79.362

86.109

 

6,9

8,5

Almannatryggingar og velferðarmál

67.359

69.697

74.127

 

3,5

6,4

Efnahags- og atvinnumál

41.799

43.608

42.539

 

4,3

-2,5

Menntamál

26.375

30.340

33.557

 

15,0

10,6

Menningar-, íþrótta- og trúmál

12.242

12.742

13.861

 

4,1

8,8

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

8.959

9.684

11.047

 

8,1

14,1

Umhverfisvernd

3.194

3.494

3.755

 

9,4

7,5

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

260

446

427

 

71,4

-4,3

Gjöld alls

280.382

308.382

314.717

 

10,0

2,1



 

Lántökur ársins nema 115,7 milljörðum króna og skýrast að mestu af erlendri lántöku að fjárhæð 1 milljarður evra, til styrkingar gjaldeyrisforða Íslands. Andvirði lánsins um 90 milljarðar króna var endurlánað til Seðlabanka Íslands sem hefur umsjón með gjaldeyrisforðanum. Skýrir það jafnframt 91 milljarða útstreymi fjármunahreyfinga.

Greiddir voru 4 milljarðar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta