Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Léttum lífið - Spörum sporin og aukum hagkvæmni

Hvernig bætum við opinbera þjónustu og léttum líf almennings á sama tíma og við spörum skattgreiðendum pening? Hvaða hlutverk leika fjárfesting og áhersla á stafræna tækni í þessum efnum? Hvernig á opinber þjónusta að vera til framtíðar? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum viðburði fjármála- og efnahagsráðuneytisins miðvikudaginn 14. apríl næstkomandi en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Þar verður m.a. fjallað um hvernig Stafrænt Ísland gjörbreytir samskiptum og upplifun af hinu opinbera. Þá verður rætt hvernig nýta má nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í samfélaginu til að færa þjónustu nær fólki og draga úr sóun. Loks verður fjallað um hvernig við ætlum að spara milljarða með nýrri nálgun í innkaupamálum á sama tíma og við veitum óskerta þjónustu og gerum hana umhverfisvænni.

Viðburðinum verður streymt miðvikudaginn 14. apríl kl 10 á Facebook-síðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og á vef Stjórnarráðsins. Auk frummælenda verður áhorfendum gefinn kostur á að deila sinni sýn á opinbera þjónustu til framtíðar.

Dagskrá viðburðarins:

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra: Uppfærum stýrikerfið - opinberar umbætur og framtíðarsýn

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands: Stafrænt Ísland: Á fleygiferð inn í framtíðina

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara-Connect. Íbúarnir í fyrsta sæti

Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa: Ávinningur fjölbreyttra innkaupa - ný innkaupastefna ríkisins

Upplýsingar um viðburðinn á Facebook

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta