Styrkir til háskólanáms og rannsókna á Spáni
Spænsk stjórnvöld bjóða fram styrki til náms á Spáni sumarið 2007 og skólaárið 2007-2008.
Um er að ræða:
- Styrki til ársdvalar við framhaldsnám í spænsku og menningu Spánar í háskóla á
Spáni. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum sem lokið hafa BA-prófi og ekki hafa spænsku að móðurmáli. (Programa I.A.) - Mánaðarstyrkir til sumarnáms í spænsku og menningu Spánar. (Programa I.B.)
- Þriggja mánaða styrki fyrir starfandi spænskukennara. (Programa I.C.)
- Styrki fyrir erlenda sendifulltrúa og þá sem lokið hafa háskólaprófi til náms í
alþjóðasamskiptum við Escuela Diplomática de Madrid. (Programa II.C.)
Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð um ofantalda styrki undir lið. 1., 2. og 3. er hægt að nálgast á vef hlutaðeigandi ráðuneytis á Spáni: www.becasmae.es Frestur til að skila inn umsóknum er 22. eða 29. desember 2006 eftir því um hvaða styrki er sótt.
Umsóknir um styrki undir lið 4. sendist sendiráði Spánar í Ósló fyrir 16. febrúar 2007. Nánari upplýsingar og eyðublöð eru fáanleg á vef spænskra stjórnvalda.
Einnig veitir vararæðismaður Spánar á Íslandi, Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, nánari upplýsingar (netfang: [email protected]). Um leið og umsækjendur senda umsóknir sínar, sem sendar skulu á rafrænu formi, óskast það tilkynnt Margréti.