Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2023 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra tók við bók um jarðveg og íslenska náttúru

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Ólafur Gestur Arnalds höfundur bókarinnar og Fífa Jónsdóttir sem sá um teikningar, listræna samsetningu og umbrot.     - myndDL

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fékk nýverið afhenta bók Ólafs Gests Arnalds úr hendi höfundar og Fífu Jónsdóttur sem sá um teikningar, listræna samsetningu og umbrot bókarinnar sem ber titilinn Mold ert þú - jarðvegur og íslensk náttúra.

Í bókinni er varpað ljósi á hversu miðlæg moldin er í kolefnishringrás jarðar þar sem finna má meira kolefni en í gróðri og andrúmslofti samanlagt. Mold getur bæði bundið og losað koltvíoxíð og hefur afgerandi áhrif á styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og loftslagshlýnun.

Leitast er við að opna augu lesandans fyrir eðli og ástandi vistkerfa og ferli hnignunar skýrð. Í bókinni er dregin upp skýr mynd af stöðu íslenskra vistkerfa sem víða eru í afar hnignandi ástandi.

„Endurheimt vistkerfa er eitt stærsta verkefni okkar samtíma“ sagði matvælaráðherra við þetta tækifæri. „Íslenskur jarðvegur er einstakur á heimsvísu og því er rit á á borð við þetta mikilvægt framlag til loftslagsvísinda“.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta