Hoppa yfir valmynd
27. mars 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Litmyndir til aðvörunar á tóbaksumbúðir

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að setningu reglugerðar þar sem mælt verður fyrir um breyttar viðvaranir á tóbaksumbúðum. Þessi ákvörðun byggir á stefnu ráðherra um heilbrigði og forvarnir og verður málið unnið í samstarfi við Lýðheilsustöð. Breytingarnar eru liður í viðleitni heilbrigðisyfirvalda til að hvetja fólk til að láta af reykingum með því að koma á framfæri skýrum skilaboðum um skaðsemi þeirra.

Í stað textaviðvörunar, sem í dag er á bakhlið tóbaksumbúða, er miðað við að komi myndir sem skírskota til skaðsemi tóbaks. Einnig er vilji til þess að á umbúðirnar verði skráð símanúmer Reyksímans 800 6030 þar sem þeir sem vilja hætta að reykja geta fengið ókeypis ráðgjöf.

Hinar breyttu merkingar eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóða heilbrigðis-málastofnunarinnar og reglur Evrópska efnahagssvæðisins og eru Íslendingar meðal fyrstu þjóða sem stefna að því að innleiða þær en miðað er við að breytingarnar geti komið til framkvæmda í upphafi næsta árs.

Meðfylgjandi eru sýnishorn af nokkrum þeirra mynda sem til greina koma sem viðvaranir á tóbaksumbúðir.

Reykingar á meðgöngu geta valdið fósturskaða Reykingar eru vanabindandi Reykingar geta dregið úr blóðstreymi Reykur inninniheldur ýmis eiturefni




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta