Föstudagspóstur 24. febrúar 2023
Heil og sæl.
Enn er runninn upp föstudagur og hann ber í skauti sér föstudagspóst að vanda.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Strassborg þar sem hún stýrir formlegum fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins um afleiðingar árásarstríðs Rússa í Úkraínu en í dag er ár liðið frá innrásinni.
Í tilefni af tímamótunum er úkraínska fánanum flaggað víða og helstu byggingar og stofnanir lýstar í fánalitunum til að sýna samstöðu.
Today marks one year since Russia started an illegal & unprovoked invasion in Ukraine. For one year they have challenged democracy, int’l law, human rights, & humanity - and have not succeeded.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) February 24, 2023
Ukrainians have fought bravely for their values & 🇮🇸 continues to #StandWithUkraine️ pic.twitter.com/u7jNU1wx1q
Auk þess er úkraínska fánanum flaggað við flestar sendiskrifstofur Íslands. Myndir og myndskeið má finna á instagram síðu ráðuneytisins og samfélagsmiðlum sendiráðanna. Flestar sendiskrifstofur hafa einnig tekið þátt í ýmsum samstöðu viðburðum með Úkraínu sem greint er frá á sömu miðlum.
Heimsókn utanríkisráðherra til Strassborgar er önnur ferð hennar til Evrópuráðsins en sú fyrsta var í tilefni upphafs formennsku Íslands í Evrópuráðinu í nóvember síðastliðnum.
Að þessu sinni er tilefnið þríþætt. Að minnast þess að ár er liðið frá upphafi innrásar Rússlands á Úkraínu, ávarpa fund undirbúningsnefndar aðildarríkja Evrópuráðsins fyrir leiðtogafundinn sem Ísland stýrir og vera viðstödd sérstaka óperusýningu í Opera National du Rhin þar sem útsetning Önnu Þorvaldsdóttur á La Voix Humaine eftir franska tónskáldið Poulanc er sett á fjalirnar sem hluti af menningardagskrá formennsku Íslands í Evrópuráðinu.
Skammt er stórra högga á milli hjá utanríkisráðherra þessa dagana en síðastliðinn föstudag var hún stödd í München í Þýskalandi þar sem hún tók þátt í árlegri ráðstefnu um öryggismál. Á ráðstefnunni komu saman ríflega eitt þúsund þátttakendur, þar á meðal fjölmargir þjóðarleiðtogar, utanríkisráðherrar og varnarmálaráðherrar ásamt fræðafólki og öðrum skoðanamótandi aðilum á sviði öryggis- og varnarmála. Á ráðstefnunni gafst utanríkisráðherra jafnframt tækifæri til að eiga tvíhliða fundi, þar á meðal með Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu, Ilia Darchiashvili utanríkisráðherra Georgíu, Donika Gërvalla-Schwarz sem gegnir embætti utanríkisráðherra og er varaforsætisráðherra Kósovó auk óformlegs fundar með Sviatlöna Tsikhanouskayu leiðtoga lýðræðisafla Belarús.
It is always inspiring and enjoyable to meet with my friend @Tsihanouskaya and her team. She is a powerful voice for democracy, the rule of law and human rights. The people of Belarus deserve to enjoy these rights. Civil society and democratic forces must be supported. https://t.co/85NCNkBFS4
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) February 17, 2023
Fraktflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda flaug með 100 tonn af neyðarbirgðum til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi þar sem milljónir manna eru húsnæðislausar. Þá hefur utanríkisráðherra ákveðið að veita 50 milljón króna neyðarframlagi til Sýrlands vegna ástandsins sem skapaðist þar í kjölfar skjálftanna fyrr í mánuðinum. Lesa má meira um málið í frétt á stjórnarráðsvefnum.
Og þá að sendiskrifstofunum:
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri heimsótti fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og tók þátt í viðburði sem fór fram í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í tilefni af því að ár er liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu.
“It is our collective responsibility to end this war, defend Ukraine and stand up for the values and principles that underpin the UN Charter and the work of the 🇺🇳” said 🇮🇸 Permanent Secretary @martineyjolfs at #UNGA 11th Emergency Special Session
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 22, 2023
👉https://t.co/WsTIw7lVTX pic.twitter.com/cu0I9hxJ72
Í Peking tók Þórir Ibsen sendiherra þátt í opnun stærstu CO2-to-methanol verksmiðju í heimi í Kína. Tæknin sem notast er við kemur frá íslenska fyrirtækinu Carbon Recycling International.
Honoured to participate in the launching of the world’s largest #CO2-to-methanol plant in Anyang 🇨🇳. The technology is supplied by the 🇮🇸 #Icelandic company Carbon Recycling International @CarbonrecyclePR pic.twitter.com/QBDbUo0Yhf
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) February 21, 2023
Þá greindi sendiráðið einnig frá Norrænni kvikmyndaviku sem fer fram í borginni um helgina.
The Nordic Cinema Art Week takes place in Beijing, 25-28 Feb, with great films from 🇳🇴🇩🇰🇫🇮🇫🇴🇬🇱🇮🇸🇸🇪. Details: https://t.co/oBy9QqL9gS pic.twitter.com/PFK2XitmXy
— Norway in China (@NorwayinChina) February 21, 2023
Berliner Zeitung fór í vikunni yfir kosti íslensku lopapeysunnar með Maríu Erlu Marelsdóttur sendiherra.
Sendiráð Íslands í Malawi birti á dögunum frábærlega framsett kort sem sýnir á skýran og aðgengilegan hátt uppbyggingu Íslands á svæðinu. Um er að ræða yfir 1200 staði þar sem Ísland hefur átt aðkomu að uppbyggingu sem gaman er að kynna sér nánar.
Í London var efnt til kynningar á EGF Power Serum, nýjustu vöru BIOEFFECT, í sendiherrabústaðnum.
Kristín Anna Tryggvadóttir ferðaðist á vegum sendiráðs Íslands í Nýju-Delí til Manipur til að taka þátt í "B20" þar sem yfir 200 þátttakendur frá öllum heimshornum hittust og deildu hugmyndum um tækifæri og samvinnu á sviði viðskipta. Viðburðurinn tengist formennsku Indlands á næsta G20 fundi.
Sendiráð Íslands í Ottawa tók þátt í viðburði með norrænum sendiráðum í Kanada um málefni norðurslóða. Viðburðurinn fór fram í Toronto þar sem fulltrúum sendiráðanna gafst færi á að ræða við nemendur í Munk School of Clobal Affairs and Public Policy.
Sendiherrahjónin í Osló sóttu hádegisverðarfund í boði forstjóra UMAMI ARENA þar sem stórgott tækifæri gafst til tengslamyndunar um markaðssókn erlendis og alþjóðlegt samstarf á sviði matvæla og matarmenningar.
Í sendiráðinu í París var bolludagurinn haldinn heilagur.
Og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnu UNESCO um netöryggi.
"We need to ensure that new technologies serve the people, that they strengthen democratic processes and human rights, instead of undermining basic principles and values." PM of Iceland 🇮🇸 @katrinjak addressed @UNESCO's #InternetForTrust conference 🇺🇳👇https://t.co/hiIbPWejIR pic.twitter.com/WtldipXkHV
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) February 23, 2023
Í Stokkhólmi voru menningarmál í forgrunni í vikunni en þar var sagt frá heimsókn rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar, sérstökum viðburði til minningar Burt Bacharach þar sem fram komu fjölmargir listamenn, þeirra á meðal íslensk söngkona að nafni Stina Ágústsdóttir og því að rithöfundurinn Sjón hefði hlotið norrænu verðlaun Sænsku akademíunnar 2023.
Sendiráð Íslands í Tókýó segir frá Miyukino Film Festival sem fer fram nú um helgina, þar sem íslenskar stuttmyndir verða meðal dagskrárliða.
上映作品のクレジット:
— IcelandEmbTokyo (@IcelandEmbTokyo) February 23, 2023
"Tölum um ofbeldi "@ UNA LORENZEN
Let´s Talk About Violence
"HEX"@Katrín Helga Andrésdóttir
Þar á bæ sló starfsfólk ekki slöku við í bollubakstri í vikunni.
Í Varsjá var haldið upp á bolludag, sprengidag og öskudag og farið yfir sögu daganna í glæsilegum og læsilegum færslum á samfélagsmiðlum sendiráðsins.
Í Þórshöfn í Færeyjum fóru fram frábærir tónleikar í Løkshøll þar sem Andri Björn Róbertsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu meistaraverk eftir ýmsa höfunda.
Í Genf var sagt frá því að Einar Gunnarsson sendiherra hefði nýlega tekið við formennsku í samningviðræðum um fiskveiðistyrki hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
Our Ambassador @einar_gunn recently took on the Chairmanship of the #FisheriesSubsidies negotiations at the @wto. These negotiations are about ocean sustainability, an issue of increasing importance for people around the globe and directly relate to the fulfilment of SDG 14.6. https://t.co/r01hukLayN
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) February 20, 2023
Í Bandaríkjunum bar bolludaginn upp á forsetadaginn, þar sem forsetar Bandaríkjanna frá upphafi eru heiðraðir. Sendiráð Íslands í Washington greindi frá því.
As #PresidentsDay is observed around 🇺🇸, honoring all those who have served as presidents, from George Washington onwards; in 🇮🇸 today it is #Bolludagur, or #BunDay, the day when Icelanders feast on cream-filled buns, as generations have done before them.😋 https://t.co/V5SUrzpOPC
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 20, 2023
Að lokum vekjum við athygli á áhugaverðri frétt í Heimsljósi þar sem sagt er frá nýjum gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, sem leiða í ljós þá sorglegu staðreynd að á degi hverjum deyja tæplega átta hundruð konur á meðgöngu eða við fæðingu.
Föstudagspósturinn verður ekki lengri að sinni.
Við biðjum ykkur lengst allra orða að njóta helgarinnar.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.