Hoppa yfir valmynd
28. júní 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 28. júní 2011

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Björg Bjarnadóttir tiln. af KÍ, Einar Jón Ólafssson tiln. af velferðarráðherra, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Gunnhildur ...og Svanborg Sigurðardóttir varamenn Ástu Sigrúnar Helgadóttur Umboðsmanns skuldara tiln. af velferðarráðherra, Hrefna Óskarsdóttir varamaður Guðríðar Ólafsdóttur til. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Kristján Sturluson, tiln. af RKÍ, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af velferðarráðherra, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Hulda Dóra Styrmisdóttir varamaður Stellu K. Víðisdóttur, tiln. Reykjavíkurborg,  Hugrún Hjaltadóttir, varamaður Þórhildar Þorleifsdóttur, tiln. velferðarráðherra, Hrafnhildur Tómasdóttir, varamaður Gissurar Péturssonar,  Ragnheiður Bóasdóttur, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Lovísa Lilliendahl, verkefnastjóri velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum, Ingibjörg Broddadóttir og Þorbjörn Guðmundsson starfsmenn.

Í upphafi fundar var Björg Bjarnadóttir fulltrúi Kennarasambands Íslands boðin velkomin í hópinn.

  1. Fundargerð
    Fundargerð 51. fundar var samþykkt.
  2. Næsta áfangaskýrsla velferðarvaktarinnar
    Fjallað var um drög að áfangaskýrslunni og samþykkt að fjölga tillögum til stjórnvalda.
  3. Félagsvísar á lokastigi
    Vinnuhóparnir á vegum félagsvísahópsins, sem Margrét Sæmundsdóttir leiðir, eru á að ljúka störfum. Margrét og Sigríður Jónsdóttir greindu frá stöðu verkefnisins. Margir hafa lagt hönd á plóginn og hefur samstarf gengið vel. Næsta skref er að kynna félagsvísana fyrir velferðarráðherra og vista þá hjá stofnun í framhaldi.  Mögulegir aðilar til að taka við verkinu eru Hagstofa Íslands og hugsanlega Félagsvísindastofnun HÍ. Mikilvægt er að kanna fyrst hvort verkið geti vistast hjá Hagstofunni. Mynda þarf bakhóp um félagsvísana án tillits til þess hvar þeir verða vistaðir. Lára þakkaði þeim Margréti og Sigríður fyrir vel unnin störf.
  4. Önnur mál
    Velferðarvaktin fer í sumarleyfi fram til september. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur á komandi hausti verði eigi síðar en um miðjan september nk.

Fundagerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta