Hoppa yfir valmynd
27. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 27. október 2009

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Eiríkur Jónsson, tiln. af KÍ, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Matthías Halldórsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Stefán Stefánsson, tiln. af menntamálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. BHM, Ásthildur Knútsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Broddadóttir og Margrét Erlendsdóttir.

Í upphafi bauð formaður Matthías Halldórsson landlækni velkominn í hópinn.

1. Fundargerð 17. fundar

Fundargerð 17. fundar lögð fram og samþykkt.

2. Frá ráðstefnum sem haldnar hafa verið undanfarið og eru framundan

  1. „Welfare in times of Crisis“ var haldin 21. október 2009. Þar var meðal annars greint frá reynslu Finna og Færeyinga og kom fram að þar sem Finnar hafi ekki beitt almennum velferðaraðgerðurm hafi ákveðnir hópar fólks farið afar illa út úr kreppunni, einkum ungt fólk á aldrinum 16–25 ára. Færeyingar misstu 20% þjóðarinnar úr landi og var ungt barnafólk stór hluti hópsins. Lára kynnti störf og niðurstöður velferðarvaktarinnar á ráðstefnunni sem haldin var á vegum Norðurlandaráðs í umsjá Lýðheilsustöðvar.
  2. Ungt fólk og æskulýðsrannsóknir var haldið á vegum menntamálaráðuneytisins hjá KFUM/K 22. október þar sem niðurstöður Rannsókna og greiningar frá febrúar 2009 voru kynntar. Þar kom fram að börnum hafi liðið mun betur í febrúar 2009 en á sama tíma árið áður. Lára kynnti störf og niðurstöður velferðarvaktarinnar á málþinginu.
  3. Sigurrós kynnt kynnti störf velferðarvaktarinnar á ársfundi ASÍ, 22. október sl.
  4. Ráðstefnur framundan í tengslum við formennsku Íslands í Norðurlandaráði:
    1. Norræn ráðstefna um tengsl þátttöku eldra fólks í atvinnulífinu og heilsu þess og lífsgæði verður haldin 9. nóvember nk.
    2. Norræn ráðstefna undir heitinu Virkjum fjölbreyttari mannauð verður haldin 9. og 10. nóvember.

3. Undirbúningur málþings

Vísað er til ákvörðunar frá starfsdegi um að halda fund með lykilfólki vegna atvinnuleysis ungs fólks. Samþykkt að formenn hópanna um a) Fólk án atvinnu og b) Ungt fólk 15–25 ára, þau Sigurrós Kristinsdóttir og Kristján Sturluson, taki þetta verkefni að sér í samvinnu við Ingibjörgu og Láru. Enn fremur samþykkt að málþingið verði haldið í Reykjanesbæ í húsakynnum Virkjunar eftir hádegi 12. nóvember.

4. Ráðgjöf, sjálfsstyrking og menntunarúrræði fyrir langtímaatvinnulaust fólk yngra en 30 ára í Reykjavík

Vísað er til umræðu frá 17. fundi. Tillaga Stefáns samþykkt með vísun í framlagt skjal hans, dags. 27. október 2009, þar sem meðal annars kom fram að starfsmaður yrði ráðinn hálft starf í sex mánuði. Rætt var um að horfa einnig til Reykjaness í upphafi svo og til landsins alls í framhaldi. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

5. Morgunverðarfundur um úrræði stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna

Vísað til fyrri umræðu í stýrihópunum og samþykkt að vinnuhópur um fjármál heimilanna komi með tillögu að dagskrá og fundartíma svo og að aðgangur verði ókeypis.

6. Önnur mál

Stefnt er að því að Stefán kynni á næsta fasta fundi vaktarinnar, 24. nóvember nk., niðurstöður úr framhaldsskólakönnuninni.
Matthías greindi frá því að aðsókn að heilbrigðisþjónustu hefði aukist minna en gert hafi verið ráð fyrir og ásókn í geðlyf hefði ekki aukist. Þá hafi rannsóknir á líðan fólks bent til að kreppan hefði enn ekki haft mikil áhrif á því sviði.

Fundur fellur niður 10. nóvember en gert er ráð fyrir að stýrihópurinn mæti á málstofu velferðarvaktarinnar í Reykjanesbæ fimmtudaginn 12. nóvember.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta