Skorað á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi
Norðurlöndin töluðu í dag fyrir mikilvægi þess að standa vörð um tjáningarfrelsi og frjálsa fjölmiðlun í Hvíta-Rússlandi á fundi sem haldinn var í tengslum við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Eistland skipulagði fundinn í samstarfi við ríki innan og utan öryggisráðsins þar með talið Ísland. Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands flutti ræðu Norðurlandanna þar sem skorað var á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi að láta af ofsóknum gegn fjölmiðlum og leysa umsvifalaust úr haldi blaðamenn sem hafa verið hnepptir í varðhald í kjölfar forsetakosninganna á síðasta ári.
Hægt er að nálgast ræðuna og upptökur af fundinum hér:
https://www.youtube.com/watch?v=WGwv6MWAJjE&feature=youtu.be