Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2012 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um umferðareftirlit Vegagerðarinnar til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um umferðareftirlit Vegagerðarinnar. Umsagnarfrestur um drögin er til 13. september næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected]

Í reglugerðinni, sem á sér stoð í 6. mgr. 68. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, er meðal annars fjallað um hlutverk umferðareftirlitsmanna Vegagerðarinnar, hæfniskröfur, starfsþjálfun og einkennisfatnað. Þá er í nokkrum ákvæðum mælt fyrir um framkvæmd eftirlitsins, svo sem þungaeftirlit, eftirlit með hæð, breidd og lengd ökutækis og hleðslu, frágangi og merkingu farms.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta