Hoppa yfir valmynd
3. september 2012 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 13. september á netfangið [email protected].

Með reglugerðinni verða innleiddar tvær Evrópureglugerðir á sviði flugöryggis, annars vegar Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 91/670/EBE, reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 og tilskipunar 2004/36/EB og hins vegar Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1108/2009um breytingu á reglugerð (EB) nr. 216/2008 að því er varðar flugvelli, rekstrarstjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2006/23/EB

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 91/670/EBE, reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 og tilskipunar 2004/36/EB er grunnreglugerð sem leysir mikilvægar reglugerðir varðandi flugöryggismál af hólmi. Gerðin mælir meðal annars fyrir um grunnkröfur um umhverfisvernd, skilyrði fyrir veitingu skírteina vegna lofthæfis, skírteina fyrir starfrækslu loftfara og skírteina til flugmanna. Einnig mælir hún fyrir um gagnkvæma viðurkenningu þessara skírteina innan EES-svæðisins. Gerðin er einnig grundvöllur annarra mikilvægra reglugerða t.a.m. reglugerðar 1108/2009 og annarra sem ekki enn hafa verið innleiddar og útfæra ákvæði gerðarinnar nánar.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1108/2009um breytingu á reglugerð (EB) nr. 216/2008 að því er varðar flugvelli, rekstrarstjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar 2006/23/EB víkkar út gildissvið reglugerðar nr. 216/2008 þannig að hún nái til fleiri sviða er varða flugvelli, m.a. til:

1) hönnunar, viðhalds og reksturs flugvalla sem og starfsmanna og starfsemi þar að lútandi og varðveislu umhverfis flugvalla;

2) hönnunar, framleiðslu og viðhalds á flugvallarbúnaði, sem og starfsmanna og starfsemi þar að lútandi og

3) hönnunar, framleiðslu og viðhalds á kerfum og kerfishlutum fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu (ATM/ANS), sem og starfsmanna og starfsemi þar að lútandi.

Reglugerðin hefur að geyma þær grunnkröfur sem flugvellir og flugvallarbúnaður sem og rekstur flugvalla skal uppfylla, þær grunnkröfur sem veiting ATM/ANS skal uppfylla og þær grunnkröfur sem flugumferðarstjórar skulu uppfylla.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta