Boðað til samráðsfunda um málefni lífríkis á landi og lífríkis í sjó og ferskvatni
Stýrihópur um stefnumótunarvinnu um líffræðilega fjölbreytni boðar til samráðsfunda um málefni lífríkis á landi og lífríkis í sjó og ferskvatni. Húsfyllir var á fundi sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hélt nýlega til kynningar á vinnu stýrihópsins. Stýrihópurinn leitar nú eftir áliti og ábendingum frá almenningi og boðar því til tveggja samráðsfunda sem framhald þeirrar vinnu.
Fjarfundur um málefni lífríkis á landi verður miðvikudaginn 2. apríl kl. 13:00 og fjarfundur um málefni lífríkis í sjó og í ferskvatni verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl kl. 13. Hlekki á fundina er að finna hér fyrir neðan.
Fundirnir eru opinn vettvangur fyrir áhugasama til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og verður þar rætt um hver séu brýnustu viðfangsefnin er varða líffræðilega fjölbreytni.
Meðal málefna sem óskað er ábendinga um er:
- Tegundavernd
- Endurheimt raskaðra vistkerfa á landi, í hafi og í ferskvatni
- Friðun og svæðisbundna verndun á landi og í hafi
- Sjálfbær notkun á auðlindum og veiðimálum
- Framandi ágengar tegundir
- Staða rannsókna og vöktunar á Íslandi
- Eyðing búsvæða á Íslandi
- Sjálfbæra landnotkun
- Áhrif mengunar og loftslagsbreytinga á lífríki
- og annað tengt líffræðilegri fjölbreytni
Sérstaklega er óskað eftir ábendingum frá þeim sem búa yfir sérþekkingu og/eða vinna í tengdum greinum, m.a. frá náttúruvísindafólki og öðrum sérfræðingum, sem og fólki sem vinnur í atvinnugreinum þar sem líffræðileg fjölbreytni skiptir höfuðmáli s.s.. landbúnaði, fiskveiði og fiskeldi, skógrækt og landgræðslu.
Á fundunum verður m.a. rætt um hver séu brýnustu viðfangsefnin er varða líffræðilega fjölbreytni. Tekin verða fyrir ýmis málefni t.a.m. landnotkun, tegundavernd, endurheimt vistkerfa, friðun og svæðisbundna verndun, sjálfbæra nýtingu auðlinda, stöðu rannsókna og vöktunar, áhrif mengunar og loftslagsbreytinga, framandi ágengar tegundir og fleira sem tengist líffræðilegri fjölbreytni.
Gert er ráð fyrir að hvor fundur taki um í eina og hálfa klukkustund. Öll eru velkomin til að taka þátt á fundinum..
Hlekkir á fundina:
Málefni Lífríkis á landi
2. apríl 2025 kl. 13:00 Reykjavík
Zoom hlekkur
https://zoom.us/j/6692439334?pwd=yibW9iL4MbeXEE0PLudcVZx6Yeo1Tk.1&omn=94498156376
Meeting ID: 669 243 9334
Lykilorð: vm8V9Z
Málefni Lífríkis í sjó og fersku vatni
9. apríl 2025 kl.13:00 Reykjavík
Zoom hlekkur
https://zoom.us/j/6692439334?pwd=yibW9iL4MbeXEE0PLudcVZx6Yeo1Tk.1&omn=92395095382
Meeting ID: 669 243 9334
Lykilorð: vm8V9Z
Upptaka af kynningafundi sem haldinn var í Norræna húsinu 13. mars sl.