Umferðarmál færð til samgönguráðuneytisins
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag að umferðarmál færðust frá dómsmálaráðuneytinu yfir til samgönguráðuneytisins.
Breytingarnar verða gerðar um áramótin, en þá munu nokkrir málaflokkar flytjast á milli ráðuneytanna. Málefni tengd umferðaröryggi sem og Umferðarstofa flytjast yfir á samgönguráðuneytið, en á móti munu málefni tengd leit og björgun flytjast til dómsmálaráðuneytisins.