Þjónusta sýslumanna við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Sýslumenn annast þjónustu vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi. Öllum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er, óháð búsetu eða lögheimili.
Á vefnum kosning.is er að finna ýmsar upplýsingar um kosningarnar og á vef sýslumanna eru nánari upplýsingar um tilhögun við utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Hér má sjá frekari upplýsingar, ásamt með leiðbeiningarmyndbandi, um kosningu utan kjörfundar.