Hoppa yfir valmynd
19. september 2018 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða - myndBernhard Jóhannesson

Nýverið tók gildi reglugerð um starfsemi slökkviliða sem hefur það að meginmarkmiði að tryggja að sveitarfélög landsins hafi slökkvilið sem eru fær um að bregðast við þeim hættum sem til staðar eru í viðkomandi sveitarfélagi.

Um er að ræða nýja reglugerð sem skilgreinir lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða og vatnsöflun til slökkvistarfa. Markmið hennar er m.a. að slökkvilið sé þannig skipulagt, búið, mannað, menntað og þjálfað að það geti leyst af hendi lögbundin verkefni.

Í reglugerðinni eru skilgreindar lágmarkskröfur um búnað og þjálfun slökkviliðsmanna vegna mengunaróhappa á landi og vegna björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum. Gerð er krafa um að sérhvert slökkvilið sé skipulagt og stærð þess ákvörðuð út frá skilgreindri áhættu í sveitarfélaginu samkvæmt brunavarnaáætlun.

Reglugerð nr 747/2018 um starfsemi slökkviliða

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta