Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Í lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, sem ganga í gildi 1. apríl nk. er kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli setja reglugerð um nánar tilgreind atriði.
Reglugerðin fjallar um staðlað eyðublað sem nota skal til að veita upplýsingar um samninga um fasteignalán, lágmarkskröfur um þekkingu og hæfni lánveitenda og lánamiðlara, lánshæfis- og greiðslumat, lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar lánamiðara og forsendur við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og viðbótar-árlegrar hlutfallstölu kostnaðar.
Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 16. mars nk. Umsagnir skal senda á netfangið [email protected].