Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tilmæli Evrópuráðsins um barnvæna félagsþjónustu

Börn
Börn

Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur gefið út tilmæli um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu. Tilmælunum fylgir leiðarvísir með hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu þannig að tekið sé tillit til réttinda, hagsmuna og þarfa barna. Efnið er aðgengilegt á íslensku á vef velferðarráðuneytisins.

Í tilmælunum er bent á að börn eru einstaklingar með sjálfstæð réttindi sem fela meðal annars í rétt þeirra til verndar, samfélagsþátttöku og til að tjá sig sem jafnframt felur í sér að á þau sé hlustað og tekið tillit til þeirra. Bent er á að við framkvæmd félagsþjónustu þurfi að taka mið af fyrirmælum sem fjalla um réttindi barna og almenn mannréttindi, svo sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmálans og ýmissa samþykkta Evrópuráðsins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta