Hoppa yfir valmynd
17. september 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Afhenti kynningarefni frá Mænuskaðastofnun

Á svæðisfundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Moskvu, sem haldinn var í vikunni, fékk framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO afhentan disk með kynningarefni frá Mænuskaðastofnun.

Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, afhenti Zsuzsanna Jakab, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofunnar, diskinn. Á honum er að finna auglýsinguna „Lamaða strengjabrúðan“ sem gerð hefur verið á 29 tungumálum.

Mænuskaðastofnun framleiddi auglýsinguna en stofnunin stefnir að því að koma henni til sýninga í sjónvarpi sem víðast í heiminum. Hlutverk Mænuskaðastofnunar er að vekja athygli á mænuskaða og hvetja þjóðir heims til þess að taka höndum saman svo lækning finnist.

Afhending kynningarefnis












Berglind Ásgeirsdóttir afhenti Zsuzsanna Jakab kynningarefni Mænuskaðastofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta