Hoppa yfir valmynd
22. september 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Tók við fyrsta merkinu í söfnun Hjartaheilla

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra, tók í gær við fyrsta merkinu í landssöfnun Hjartaheilla.

Söfnunarátakið hófst með því að að Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, afhenti ráðherra fyrsta merkið. Merkjasalan stendur til 28. september. Ágóði af henni verður notaður til að efla Styrktarsjóð Hjartaheilla, til kaupa á tækjum fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar um land allt og til að styrkja fjölskyldur hjartasjúklinga.

Merkið kostar 1.000 krónur og verður gengið hús í hús og merki seld. Hjartaheill er í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands við söfnunina og vonast samtökin eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu.

Merkjasöfnun Hjartaheilla









Guðbjartur Hannesson tók við fyrsta merkinu í landssöfnun Hjartaheilla.

Frétt um söfnunina á vef Hjartaheilla

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta