Hoppa yfir valmynd
9. september 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Björn Zoëga skipaður forstjóri Landspítala

Björn Zoega
Björn Zoëga, nýskipaður
forstjóri Landspítala

Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítala, hefur verið skipaður forstjóri Landspítala frá og með 1. október nk. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðis- og félags- og tryggingamálaráðherra, tilkynnti í dag um þessa ákvörðun sína.

Alls sóttu sex einstaklingar um starf forstjóra þegar það var auglýst í júlí sl. Hæfni umsækjenda var metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Björn er skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára frá og með 1. október 2010.

Björn tekur við starfinu af Huldu Gunnlaugsdóttur. Hún var ráðin forstjóri Landspítalans frá 1. september 2008, en fékk leyfi frá störfum til eins árs frá og með 1.október 2009. Björn hefur gegnt starfi forstjóra í fjarveru Huldu. Hún sagði starfi sínu lausu í júlí síðastliðnum.

Starfs- og námsferill Björns.

Starfsreynsla:

  • Starfandi forstjóri Landspítala frá 15. september 2009
  • Framkvæmdastjóri lækninga á LSH frá 11. febrúar 2009
  • Starfandi forstjóri LSH (einn eða ásamt Önnu Stefánsdóttur) af og til 2008 og 2009
  • Starfandi framkvæmdastjóri lækninga á LSH á árunum 2007 og 2008
  • Sviðsstjóri lækninga skurðlækningasviðs LSH 15. apríl 2005- 15. september 2007
  • Ýmsar yfirlæknastöður á LSH og á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg
  • Ýmis læknastörf hérlendis og erlendis
  • Rannsóknarstarf

Menntun:

  • Med.dr. (PhD) frá Gautaborgarháskóla
  • Sérfræðiréttindi í bæklunarskurðlækningum
  • Bandarískt útlendingapróf (ECFMG)
  • Almennt lækningaleyfi
  • Embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta