Hoppa yfir valmynd
24. september 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Auglýst eftir lögfræðingum í heilbrigðisráðuneyti

 

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar störf tveggja lögfræðinga á skrifstofu laga og stjórnsýslu hjá ráðuneytinu.  Meginhlutverk skrifstofunnar er undirbúningur ákvarðana og ráðgjöf um lögfræðileg og stjórnsýsluleg málefni ráðuneytisins, yfirumsjón með gerð lagafrumvarpa og reglugerða og ábyrgð á stjórnsýsluúrskurðum.

Starfssvið:  Verkefni eru m.a. þátttaka í undirbúningi lagafrumvarpa, samning reglugerða, samskipti við Alþingi, stjórnsýsluúrskurðir, afgreiðsla erinda á lögfræðisviði og verkefni tengd EES-samningnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Lögð er áhersla á þekkingu og/eða reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar
  • Þekking á löggjöf á heilbrigðissviði og sviði Evrópuréttar er æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli

Samkvæmt lögum nr. 121/2010, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum, verða heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð þann 1. janúar 2011 í nýtt velferðarráðuneyti. Frá þeim tíma verða þeir sem ráðnir verða starfsmenn velferðarráðuneytisins.

Um er að ræða fullt starf og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið. 

Upplýsingar um starfið veita Una Björk Ómarsdóttir, settur skrifstofustjóri laga og stjórnsýsluskrifstofu ([email protected]) og Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri ([email protected])

Umsóknir ásamt  upplýsingum um menntun og starfsferil sendist heilbrigðisráðuneytinu, Vegmúla 3, 150  Reykjavík eða á [email protected] eigi síðar en 11. október 2010. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta