Hæfnisnefnd metur umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra
Þriggja manna hæfnisnefnd mun fara yfir umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis. Embættið var auglýst 28. september og rennur umsóknarfrestur út 13. október.
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að fela þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra í nýju velferðarráðuneyti sem tekur til starfa um næstu áramót.
Embætti ráðuneytisstjóra var auglýst 28. september og rennur umsóknarfrestur út 13. október.