Hoppa yfir valmynd
11. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fékk aðstoð frá ungum skákkonum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt skákstúlkum í Laufásborg - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í skákmaraþoni á vegum Hrafns Jökulssonar og Hróksins og Fatimusjóðsins í þágu barna í Jemen, í hádeginu í dag.

Katrín tefldi eina skák og fékk góða aðstoð frá ungum og upprennandi skákkonum frá leikskólanum Laufásborg en stúlkurnar eru nýkomnar heim af heimsmeistaramóti barna í skák sem fram fór í Albaníu.

Skákmaraþonið fer fram í dag, 11. maí, og á morgun, 12. maí frá kl. 9 til miðnættis báða dagana í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 í Reykjavík. Öll framlög og áheit renna beint í Fatimusjóðinn og til UNICEF.
  • Ungar skákkonur í Laufásborg ásamt forsætisráðherra - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta