Forsætisráðherra fékk aðstoð frá ungum skákkonum
Katrín tefldi eina skák og fékk góða aðstoð frá ungum og upprennandi skákkonum frá leikskólanum Laufásborg en stúlkurnar eru nýkomnar heim af heimsmeistaramóti barna í skák sem fram fór í Albaníu.
Skákmaraþonið fer fram í dag, 11. maí, og á morgun, 12. maí frá kl. 9 til miðnættis báða dagana í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 í Reykjavík. Öll framlög og áheit renna beint í Fatimusjóðinn og til UNICEF.