Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrirhuguð samningsgerð við Fisktækniskóla Íslands

  - myndMynd: Hans-Petter Fjeld / Wikipedia.org
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning um fisktækninám og annað nám tengt því við Fisktækniskóla Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra.

Fisktækniskólinn menntar fólk til starfa við fiskveiðar, fiskvinnslu og fiskeldi og er ráðgert að samningur við skólann verði til 5 ára og byggi á grundvelli 44. gr. framhaldsskólaga nr. 92/2008 og 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. ágúst 2021.

Kynning á þessari samningsgerð er nú í samráðsgátt og skulu athugasemdir berast ráðuneytinu fyrir 20 apríl nk. ([email protected]).

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta