Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2008 Dómsmálaráðuneytið

Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar nefnd til að vinna að endurskoðun vopnalaga

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að endurskoðun vopnalaga og þeirra reglugerða og reglna sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Tíu ár eru liðin frá setningu gildandi vopnalaga. Síðan hefur reynt á ýmis atriði við túlkun laganna, tækni hefur fleygt fram og þjóðfélagið tekið breytingum. Jafnframt hefur alþjóðlegt samstarf á þessu sviði aukist. Af þessum sökum telur ráðherra tímabært að endurskoða vopnalögin.

Í nefndina hafa verið skipuð Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður hennar, Thelma Þórðardóttir lögfræðingur, tilnefnd af ríkislögreglustjóra, Ólafur Þ. Hauksson lögreglustjóri, tilnefndur af Lögreglustjórafélagi Íslands, Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur, tilnefnd af Landhelgisgæslu Íslands, Ívar Erlendsson, tilnefndur af Skotveiðifélagi Íslands, og Jón Sigurður Ólason, tilnefndur af Skotíþróttasambandi Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta