Úthlutun listabókstafa
Við úthlutun listabókstafa í sveitarstjórnarkosningum tekur yfirkjörstjórn hliðsjón af skrám yfir listabókstafi stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram við kosningar til Alþingis. Ef framboðslistar eru ekki bornir fram af stjórnmálaflokkum merkir yfirkjörstjórn þá í stafrófsröð eftir því sem þeir hafa borist henni eða eftir samkomulagi við umboðsmenn listanna, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Í maí 2005 fékk Vinstrihreyfingin – grænt framboð, sem hafði haft listabókstafinn U, leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að hafa listabókstafinn V framvegis. Kjörstjórnir eru í ljósi þess hvattar til að úthluta ekki listabókstafnum U til framboðslista til að koma í veg fyrir misskilning. Kjörstjórnir eru enn fremur hvattar til að úthluta ekki listabókstafnum X.
Sjá hér að neðan listabókstafi í kosningum til Alþingis 2009, 2007 og 2003.
Bókstafir þeirra lista sem buðu fram í Alþingiskosningunum árið 2009
Listabókstafur Nafn stjórnmálasamtaka
B Framsóknarflokkur
D Sjálfstæðisflokkurinn
F Frjálslyndi flokkurinn
O Borgarahreyfingin
P Lýðræðishreyfingin
S Samfylkingin
V Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Bókstafir þeirra lista sem buðu fram í Alþingiskosningunum árið 2007
Listabókstafur Nafn stjórnmálasamtaka
B Framsóknarflokkur
D Sjálfstæðisflokkurinn
F Frjálslyndi flokkurinn
I Íslandshreyfingin
S Samfylkingin
V Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Bókstafir þeirra lista sem buðu fram í Alþingiskosningunum árið 2003
Listabókstafur Nafn stjórnmálasamtaka
B Framsóknarflokkur
D Sjálfstæðisflokkurinn
N Stjórnmálasamtökin Nýtt Afl
F Frjálslyndi flokkurinn
S Samfylkingin
T Framboð óháðra í Suðurkjördæmi
U Vinstrihreyfingin – grænt framboð