Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2021 Dómsmálaráðuneytið

Tíu sækja um tvö embætti héraðsdómara

Þann 15. október 2021 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara, annars vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem skipað verður í frá 3. janúar 2022, og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands, sem skipað verður í frá 28. febrúar 2022. Umsóknarfrestur rann út þann 1. nóvember síðastliðinn.

Umsækjendur um embættin eru:

• Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður
• Karl Gauti Hjaltason, lögfræðingur
• Maren Albertsdóttir, skrifstofustjóri
• Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður
• Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður
• Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
• Sigurður Jónsson, lögmaður
• Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður
• Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri
• Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri

Allir umsækjendur sækjast eftir báðum embættunum að frátöldum Einari Karli Hallvarðssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, en þeir sækja einungis um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta