Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2013 Innviðaráðuneytið

Skoðanakönnun um nafnabreytingar á Farsýslu og Vegagerð

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í dag samgöngustofnanir og ræddi við starfsmenn um tillögur um nafnabreytingar á hinum nýju stofnunum sem taka eiga til starfa 1. júlí, þ.e. Farsýslunni og Vegagerðinni. Efnt verður til skoðanakönnunar meðal allra starfsmanna og niðurstöður lagðar fyrir Alþingi til ákvörðunar.

Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.
Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.

Samgöngustofnanirnar eru Flugmálastjórn Íslands, Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og  Vegagerðin. Starfsmenn færast annars vegar til stjórnsýslustofnunar sem í lögum um hina nýju stofnun fékk nafnið Farsýslan og hins vegar til framkvæmdastofnunar sem hlotið hefur heitið Vegagerðin. Innanríkisráðherra bárust fyrir nokkru undirskriftir frá nokkrum hópi starfsmanna þar sem farið var fram á endurskoðun á nafninu Farsýslan og í framhaldi af því ákvað ráðherra að efna til skoðanakönnunar á nafnabreytingu og gefa þá væntanlegum starfsmönnum beggja stofnananna kost á að tjá sig í henni.

Greiða á atkvæði um nokkur nöfn hvorrar stofnunar og greiða starfsmenn atkvæði um þá stofnun sem þeir koma til með að starfa hjá.

Tillögur um nafn stjórnsýslustofnunar eru

  • Farsýslan
  • Samgöngustofa
  • Samgöngustofnun

Tillögur um nafn framkvæmdastofnunar eru:

  • Samgöngustofnun Íslands
  • Vegagerðin

Könnunin stendur yfir frá hádegi í dag og til hádegis næstkomandi mánudag. Innanríkisráðherra mun í framhaldinu leggja niðurstöðurnar fyrir Alþingi og munu þær fylgja öðrum lagabreytingartillögum sem afgreiða þarf í tengslum við tilurð hinna nýju stofnana.

Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.

Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.

Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.

Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta