Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar kynnt í samráðsgátt
Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar fyrir tímabilið 2023-2037 hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 10. ágúst 2021.
Matslýsingin er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar, sem endurskoðuð er og gefin út á þriggja ára fresti, en grænbók um samgöngumál hefur einnig verið birt í samráðsgáttinni.
Í matslýsingunni er gerð grein fyrir því með hvaða hætti umhverfismat samgönguáætlunar verður unnið og hvaða þættir verða lagðir til grundvallar. Markmið umhverfismatsins er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna, jafnframt því að stuðla að því að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða við mótun samgöngustefnu Samgönguáætlun skal meta á grundvelli laga um umhverfismat áætlana og er skipulagsskyld samkvæmt 12. gr. skipulagslaga. Stuðst verður við sama ferli við mat á umhverfisáhrifum fjarskiptaáætlunar.