Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2008 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 22. ágúst 2008

FUNDARGERÐ

Ár 2008, föstudaginn 22. ágúst, var haldinn fundur í mannanafnanefnd. Fundurinn fór fram að Neshaga 16, Reykjavík. Mætt voru Ágústa Þorbergsdóttir, Baldur Sigurðsson og Kolbrún Linda Ísleifsdóttir. Neðangreind mál voru tekin fyrir:

1.         Mál nr.  29/2008         Eiginnafn:        Styrr  (kk.)      Endurupptaka

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Mannanafnanefnd tók til úrskurðar beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Styrr (kk.) á fundi sínum fimmtudaginn 15. maí sl. þar sem beiðninni var hafnað. Í þeim úrskurði segir m.a.: „Að vísu kemur nafnið fyrir í fornum heimildum en saga þess síðan er mjög stutt. Samkvæmt Guðrúnu Kvaran og Sigurði Jónssyni í Nöfnum Íslendinga (1991) var nafnið sjaldgæft til forna og var ekki notað að nýju fyrr en á sjöunda áratug 20. aldar. Eftir að nafnið var tekið upp að nýju hefur enginn Íslendingur verið skráður með ritháttinn Styrr skv. upplýsingum frá Þjóðskrá og því engin hefð skapast um þann rithátt, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur.“

 

Hið rétta er að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er einn íslenskur karl, sem uppfyllir skilyrði neðangreindra vinnulagsreglna, skráður með eiginnafnið Styrr og er hann fæddur árið 1975. Vegna mistaka lágu upplýsingar þessar ekki fyrir þegar málið var tekið til úrskurðar 15. maí sl. og hefur mannanafnanefnd því ákveðið að taka málið upp aftur til meðferðar og afgreiðslu.

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Nafnið Styrr er forn ritháttur nafnsins Styr sem þegar er á mannanafnaskrá. Ástæða þess að mannanafnanefnd hefur hafnað rithættinum Styrr er sú að nefnifallsendingin –rr er ekki í samræmi við íslenskt málkerfi eins og það er nú. Það uppfyllir því ekki það skilyrði sem tilgreint er í 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Mannanafnanefnd telur að þrátt fyrir að nafnið Styrr uppfylli ekki öll skilyrði 5. gr. til að verða fært á mannanafna-skrá og hafi ekki unnið sér hefð samkvæmt vinnureglum mannanafnanefndar frá 14. nóvember 2006, sé rétt að taka málið til endurskoðunar á grundvelli þriggja atriða:

a.     Nafnið Styrr kemur fyrir í Landnámu, fornsögum og í fornbréfum frá 15. öld, Sturlungu á 13. öld og í fornbréfum frá 15. öld. Ritháttur þess með –rr er samkvæmt málfræði fornmálsins.

b.     Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er einn íslenskur karl, sem uppfyllir skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna, skráður með eiginnafnið Styrr og er hann fæddur árið 1975.

c.     Nú þegar eru átta eiginnöfn karla með nefnifallsendingunni –rr á mannanafnaskrá en það eru nöfnin Heiðarr, Hnikarr, Ísarr, Óttarr, Snævarr, Steinarr, Sævarr og Ævarr.

Mörk forníslensku og íslensks nútímamáls eru ekki glögg og þar með er ekki ótvírætt að hafna forníslenskri beygingarmynd sem fyrir kemur í heimildum ef nafnið hefur verið borið af Íslendingum á 20. öld og það er ritað í samræmi við ritreglur nútímamáls að öðru leyti. Því hefur mannanafnanefnd ákveðið að láta fyrirliggjandi umsókn njóta nokkurs vafa um þetta atriði og taka tillit til þeirra þriggja atriða sem að ofan eru nefnd. Sú ákvörðun er tekin í ljósi meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. 12. gr. laga nr. 37/1993.

 

Nafnið Styrr fallbeygist eins og Styr, þ.e.: Styrr, um Styr, Styr, Styrs.

Styrr telst vera annar ritháttur eiginnafnsins Styr og skal fært sem slíkt á mannanafnaskrá.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Styrr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd eiginnafnsins Styr.

 

 

2.         Mál nr. 45/2008          Eiginnafn:        Ismael  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Mál þetta, sem móttekið var 28. júlí 2008, var tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar 31. júlí sl. en afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru sex drengir skráðir með eiginnafnið Ismael að fyrra eða síðara nafni sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og er sá elsti þeirra fæddur árið 1996. Auk ofangreindra sex drengja eru tveir skráðir í Þjóðskrá með nafnið en þeir uppfylla ekki skilyrði 2. greinar vinnulagsreglnanna um ríkisborgararétt og búsetu á Íslandi.

 

Nafnið Ísmael er úr Biblíunni og jafnan ritað svo í íslenskri þýðingu hennar. Sá ritháttur er í samræmi við eðlilegan íslenskan framburð nafnsins og þannig er það ritað á mannanafnaskrá. Erlendi rithátturinn Ismael er ekki í samræmi við almennar íslenskar ritreglur sem gera ráð fyrir að nöfn séu rituð í samræmi við eðlilegan framburð þeirra. Því uppfyllir þessi ritháttur nafnsins ekki skilyrði ofannefndrar 5. greinar laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Fjöldi nafnbera uppfyllir ekki skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar um skilgreiningu á hefð og því telst ekki vera hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Ismael uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um ritháttinn Ismael (kk.) er hafnað.

 

 

 

3.         Mál nr. 46/2008          Eiginnafn:        Alessandra  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Mál þetta, sem móttekið var 28. júlí 2008, var tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar 31. júlí sl. en afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Kvenmannsnafnið Alexandra er leitt af gríska karlmannsnafninu Alexeander. Nokkur önnur mannanöfn af sama uppruna eru til í málinu og á mannanafnaskrá, Alexa, Alexandría, Alexía, Alex og Alexíus. Öllum þessum nöfnum er það sameiginlegt að þau eru rituð með –x-. Í venjulegum framburði þessara nafna í íslensku er greinilegt ‘x’-hljóð til marks um þennan rithátt. Í öðrum tungumálum hefur þetta vinsæla nafn þróast á ýmsa vegu og er til í mörgum útgáfum og styttingum, til dæmis í enska nafninu Alistair og spænska nafninu Alejandro. Styttar gerðir nafnsins má finna í íslensku í nöfnunum Alex og Sandra.

 

Í íslensku og flestum öðrum málum í okkar heimshluta er fyrri hlutinn ritaður með –x- eða –ks- í samræmi við grískan uppruna nafnsins, en frá því eru fáeinar undantekningar, sem miðast við framburð og ritreglur í viðkomandi tungumáli. Þar á meðal er spænski rithátturinn –j- og ítalski rithátturinn -ss- í Alessandra og skyldum nöfnum. Þessi sérítalski ritháttur er hins vegar ekki í samræmi við venjulegan íslenskan framburð nafnsins eða íslenska hefð í ritun þess og telst því ekki vera í samtæmi við almennar ritreglur, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1996.

 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er aðeins ein kona skráð með eiginnafnið Alessandra (síðara nafn) sem uppfyllir skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og er hún fædd árið 1983. Að auki bera fjórar aðrar konur nafnið í Þjóðskrá en þær eru erlendir ríkisborgarar, allar fæddar á Ítalíu. Því telst ekki vera hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Alessandra uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um ritháttinn Alessandra (kvk.) er hafnað.

 

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta