Frestur fyrir styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna er til 1. júní
Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna þróunarverkefna á árinu. Við úthlutun styrkja er farið eftir verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök sem teknar voru upp á síðasta ári. Samkvæmt reglunum er umsóknarfestur fyrir árlega úthlutun til þróunarsamvinnuverkefna til og með 1. júní ár hvert
Í fyrrnefndum verklagsreglum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta sótt um styrki. Horft er til gæða og árangurs verkefna. Litið er á skilvirkni og kröfur gerðar um vönduð og fagleg vinnubrögð, sem eru lykilatriði við ákvarðanatöku um framlög. Verklagsreglurnar byggjast m.a. á alþjóðlegri stefnu og starfsaðferðum við styrkveitingar úr opinberum sjóðum og stefnumiðum ráðuneytisins í samstarfi við íslensk borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð 2015-2019.
Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum og sendar eru á netfangið [email protected] fyrir kl. 23:59 þann 1. júní 2016.
Nánari upplýsingar um verklagsreglurnar og aðrar hagnýtar upplýsingar